Verkefni

11/12/2018

Góðvild styður við Leiðarljós stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma.

Stuðningsmiðstöðin Leiðarljós er ný nálgun við alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin stuðlar að bestu mögulegu heilbrigðis-og félagsþjónustu út frá einum vísum stað og hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma þjónustu við fjölskyldur sem byggist á þeirra forgangsröðun og þörfum.

Markmið Leiðarljóss er að samhæfa þjónustuna til að geta fundið bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig, svo hægt sé að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veikindi barnsins.

www.leidarljos.is

-------------------------------------------------------------------------------------------

Góðvild styður við Barnaspítala Hringsins 

Í desember 2018 gaf Góðvild Barnaspítala Hringsins 10 stk hjólastóla en ábending kom til félagsins um að þörf væri á að endurnýja hjólastólana á Barnaspítalanum sem reyndist rétt.

Í samráði við Barnaspítalann voru valdir stólar sem henta starfsemi spítalans og sem flestum sjúklingum. 

Góðvild starfar í umboði meira en 3000 manns sem styðja félagið og styður Góðvild við langveik og fötluð börn á Íslandi